Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. maí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki fara til skítafélagsins Everton"
Anwar El Ghazi.
Anwar El Ghazi.
Mynd: Getty Images
Andy van der Meyde hvetur hollenska kantmanninn Anwar Al Ghazi að ganga ekki í raðir Everton.

Van der Meyde er fyrrum leikmaður Everton en hann ber ekki mikinn hlýhug til félagsins.

El Ghazi er á láni hjá Aston Villa frá Lille í Frakklandi. Mörg félög eru á eftir honum fyrir næsta tímabil og er eitt þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Van der Meyde ráðleggur El Ghazi að halda sig fjarri Everton.

„Þvílíkt skítafélag, ekki fara þangað," sagði Van der Meyde við El Ghazi í myndveri Voetbal Primeur í Hollandi. El Ghazi ræddi Voetbal Primeur í gegnum Facetime.

Van der Meyde spilaði með Everton frá 2005 til 2009. Hann stóðst ekki væntingar hjá félaginu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er í dag á mála hjá Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner