Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 21. maí 2019 11:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt vera búið að gera samkomulag um James
Nokkrir enskir fjölmiðlar fullyrða að Manchester United hafi gert samkomulag við Swansea um 15 milljóna punda kaup á vængmanninum Daniel James.

James er 21 árs og átti virkilega gott tímabil með Swansea í Championship.

United sýndi áhuga á James fyrr á þessu ári og er talið að félagið muni gera samkomulag við leikmanninn sjálfan á næstu dögum

Brighton, Everton og Newcastle hafa einnig sýnt James áhuga en í janúarglugganum var hann nálægt því að ganga í raðir LLeeds.

„Hann er með sérstaka hæfileika. Hann er gríðarlega snöggur, góður með boltann, getur leikið á menn og kann að klára færin. Ég horfði á hann skora fyrir Wales í sínum öðrum landsleik, sigurmarkið gegn Slóvakíu," segir John Hartson, fyrrum landsliðsmaður Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner