fim 21. maí 2020 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Tilbúinn að hafna Arsenal og Man Utd - Vill spila í Þýskalandi
Jonathan David vill fara í Bundesliguna
Jonathan David vill fara í Bundesliguna
Mynd: Getty Images
Kanadíski sóknarmaðurinn Jonathan David hefur gert magnaða hluti með belgíska liðinu Gent á þessari leiktíð en hann stefnir á að spila í Þýskalandi.

David, sem er 20 ára gamall, skoraði 23 mörk í 40 leikjum fyrir Gent á leiktíðinni en belgíska deildin var flautuð af á dögunum vegna kórónaveirunnar.

Arsenal, Manchester United og Bayern München hafa sýnt honum mikinn áhuga en hann vill spila í Þýskalandi.

„Ég hafði ekki hugmynd um að stórliðin myndu strax hafa áhuga á mér en ég er tilbúinn að taka næsta skref. Það er tími fyrir mig að fara og á stað þar sem ég get haldið áfram að þróa leik minn," sagði David við Sky Sports.

„Þýska deildin er sú deild sem myndi henta mér best í augnablikinu. Hún er mjög svipuð belgísku deildinni en það eru auðvitað meiri gæði í Þýskalandi og meiri samkeppni," sagði hann í lokin.

Bayern München er því líklegasti kosturinn en þar er einmitt annar landsliðsmaður Kanada, Alphonso Davies, sem kom frá Vancouver Whitecaps árið 2018 og hefur tekist að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner