banner
   þri 21. júní 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Benoný og félagar urðu meistarar - Hlynur Freyr í öðru sæti
Hlynur Freyr á einn leik að baki í efstu deild karla með Breiðablik.
Hlynur Freyr á einn leik að baki í efstu deild karla með Breiðablik.
Mynd: Blikar.is

Íslendingar hafa verið að gera það gott í unglingastarfinu hjá Bologna og fór Hlynur Freyr Karlsson alla leið í úrslitaleikinn með U18 liðinu á dögunum.


Hlynur Freyr er sókndjarfur hægri bakvörður með fast sæti í byrjunarliðinu. Bologna endaði í öðru sæti U18 deildarinnar og tók því þátt í úrslitakeppninni.

Þar komst Bologna alla leið í úrslitaleikinn en tapaði honum 2-1 gegn SPAL um helgina eftir að hafa verið 0-1 yfir í hálfleik.

Benoný Breki Andrésson er þá leikmaður U17 liðsins sem vann úrslitakeppnina eftir ótrúlega dramatískan úrslitaleik fyrr í kvöld.

Benoný var á bekknum er Bologna mætti Inter í úrslitaleiknum og lenti tveimur mörkum undir í hálfleik.

Liðsfélagar Benoný gáfust þó ekki upp, heldur komu þeir til baka og skópu magnaðan sigur með þremur mörkum á síðasta stundarfjórðunginum.

Framtíðin er björt fyrir þessa efnilegu stráka sem eru partur af gífurlega sterkri unglingaakademíu í Bologna.

SPAL U18 2 - 1 Bologna U18
0-1 Antonio Raimondo ('40)
1-1 Francesco Dell'Aquila ('47)
2-1 Francesco Dell'Aquila ('83)

Inter U17 2 - 3 Bologna U17
1-0 Thomas Berenbruch ('7)
2-0 Thomas Berenbruch ('12)
2-1 Tommaso Ravaglioli ('77, víti)
2-2 Lorenzo Menegazzo ('86)
2-3 Lorenzo Menegazzo ('89)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner