Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 21. júní 2022 18:26
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið ÍA og FH: Eiður Smári gerir 4 breytingar - ÍA með óbreytt lið
Eiður gerir 4 breytingar
Eiður gerir 4 breytingar
Mynd: FH-ingar.net
Gísli Laxdal spilaði vel í síðasta leik og byrjar í dag
Gísli Laxdal spilaði vel í síðasta leik og byrjar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna klukkan 19:15 hefst leikur ÍA gegn FH í tíundu umferð í Bestu deild karla. Þetta verður hörkuleikur þar sem við munum meðal annars sjá fyrsta leik Eiðs Smára Guðjohnsen sem er nýr aðalþjálfari FH.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

FH er í 9. sæti deildarinnar og ÍA í 10. sæti. Það er bara eins stigs munur á þessum liðum og þetta er virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið til að færa sig lengra frá fallsætunum.

Jón Þór þjálfari ÍA breytir liði sínu ekki neitt frá jafnteflinu við KR enda spiluðu þeir góðan leik. Það er þó athyglisvert að Árni Snær Ólafsson byrji leikinn í markinu þar sem hann fékk ljótt högg rétt undir augað í síðasta leik.

Eiður Smári gerir 4 breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Leikni í síðustu umferð. Það eru þeir Ástbjörn Þórðarson, Steven Lennon, Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Óskar Dimitrijevic sem koma inn í liðið og þá setjasta Lasse Petry, Finnur Orri Margeirsson, Baldur Logi Guðlaugsson og Máni Austmann Hilmarsson á bekkinn.


Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
7. Christian Köhler
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
16. Brynjar Snær Pálsson
19. Eyþór Aron Wöhler
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
34. Logi Hrafn Róbertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner