Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júní 2022 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez tekinn við Rosario (Staðfest)
Carlos Tevez lék síðast fyrir Boca Juniors, sem er með Rosario Central í deild í Argentínu.
Carlos Tevez lék síðast fyrir Boca Juniors, sem er með Rosario Central í deild í Argentínu.
Mynd: Getty Images

Rosario Central í Argentínu er búið að staðfesta ráðningu Carlos Tevez sem aðalþjálfara félagsins.


Hinn 38 ára gamli Tevez lagði fótboltaskóna á hilluna í byrjun júní og mun strax reyna fyrir sér í sínu fyrstu þjálfarastarfi.

Rosario Central er afar söguríkt félag sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu og endaði í 16. sæti argentínsku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Tevez er búinn að skrifa undir eins árs samning og hefur fyrrum hokkístjarnan Carlos Retegui verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari. Retegui tekur áhugavert stökk á milli íþrótta og verður afar spennandi að sjá hvernig þessir tveir fóta sig í efstu deild í Argentínu.

Rosario er ekki með sérlega sterkan leikmannahóp en þar má finna hinn 34 ára gamla Claudio Yacob sem lék tæpa 200 leiki fyrir West Brom og Francesco Lo Celso, yngri bróðir Giovani Lo Celso. 


Athugasemdir
banner
banner
banner