Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fös 21. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Frakkland og Holland mætast í toppslag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Evrópumótið er á blússandi siglingu og heldur áfram í dag þegar nágrannaþjóðirnar Slóvakía og Úkraína eigast við í hörkuslag.

Liðin mætast í E-riðli mótsins sem fór skringilega af stað þar sem sigurstranglegri lið riðilsins töpuðu bæði í fyrstu umferð.

Úkraína er án stiga eftir óvænt tap gegn Rúmeníu og þarf sigur gegn Slóvökum, sem eru með þrjú stig eftir afar óvæntan sigur á stórliði Belgíu.

Í D-riðlinum eru það Pólland og Austurríki sem eigast við í því sem gæti reynst úrslitaleikur uppá 3. sæti riðilsins. Pólverjar og Austurríkismenn töpuðu bæði í fyrstu umferð gegn tveimur stórþjóðum sem mætast í stórleik dagsins.

Frakkland og Holland eigast við í kvöldleiknum og ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir þennan slag þar sem nokkrar af heitustu stjörnum fótboltaheimsins munu etja kappi í baráttu um toppsæti riðilsins.

Leikir dagsins:
13:00 Slóvakía - Úkraína
16:00 Pólland - Austurríki
19:00 Holland - Frakkland
Athugasemdir
banner
banner
banner