Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fös 21. júní 2024 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leikmaður eins og Milan Skriniar verður bara að skammast sín"
Milan Skriniar.
Milan Skriniar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gæti haldið langan fyrirlestur um varnarleikinn hjá Milan Skriniar, fyrirliða liðsins og leikmanns Paris Saint-Germain," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þegar farið var yfir leik Slóvakíu og Úkraínu á RÚV núna áðan.

Slóvakar byrjuðu mun betur en Úkraína kom til baka og vann endurkomusigur, 1-2.

Óskar var ekki hrifinn af Skriniar, sem er stærsta nafnið í liði Slóvakíu.

„Hann á leiða þessa vörn en varnarleikurinn er óboðlegur. Og á sama hátt þarna (í seinna markinu," sagði Óskar.

„Leikmaður eins og Milan Skriniar verður bara að skammast sín. Hann virkaði rosalega þungur og ekki klár í þetta."

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið í leiknum en bæði Úkraína og Slóvakía eru með þrjú stig eftir leikinn núna áðan og eru í möguleika á því að komast í 16-liða úrslitin á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner