Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   fös 21. júní 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
PSG líklegasti áfangastaðurinn fyrir Rayan Cherki
Mynd: Getty Images
Franski sóknartengiliðurinn Rayan Cherki er gríðarlega eftirsóttur um alla Evrópu en Paris Saint-Germain virðist vera líklegasti áfangastaðurinn.

Cherki er 20 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Lyon síðustu tvö ár, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Cherki kom að 12 mörkum í 39 leikjum með Lyon á síðustu leiktíð og hefur meðal annars verið orðaður við Newcastle og Chelsea á undanförnum mánuðum.

Luis Enrique, þjálfari PSG, hefur miklar mætur á Cherki og er að ýta á eftir því að PSG kaupi þennan efnilega sóknarleikmann.

Ólíklegt er að PSG þurfi að greiða mikinn pening fyrir Cherki, þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi, en viðræðurnar við Lyon snúast að mestu leyti um hversu mikla prósentu Lyon fær af næstu sölu leikmannsins þegar dvöl hans hjá PSG mun taka enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner