Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Jóhann Berg skoraði - Dortmund lagði City
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í 2-0 sigri Burnley á Macclesfield í æfingaleik í gærkvöldi.

Burnley tefldi tveimur sterkum liðum fram samtímis gegn Macclesfield og Curzon og vann báða leikina, 5-2 gegn Curzon.

Jóhann skoraði í upphafi síðari hálfleik og tvöfaldaði þannig forystuna eftir mark Aaron Lennon seint í síðari hálfleik.

Manchester City og Borussia Dortmund mættust þá með í opnunarleik International Champions Cup í Chicago í nótt. Það vantaði marga menn í bæði lið, sérstaklega hjá Englandsmeisturum City sem áttu þó fínan leik.

Mario Götze gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Pep Guardiola kvartaði eftir leikinn undan því hversu grófir leikmenn Dortmund hefðu verið.

Riyad Mahrez og Claudio Bravo voru í byrjunarliðinu ásamt Oleksandr Zinchenko og Jason Denayer. Joe Hart kom inn í hálfleik og Leroy Sane á 73. mínútu.

Macclesfield 0 - 2 Burnley
0-1 Aaron Lennon ('36)
0-2 Jóhann Berg Guðmundsson ('48)

Manchester City 0 - 1 Dortmund
0-1 Mario Götze ('28, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner