Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. júlí 2018 15:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Stjarnan setti níu í undanúrslitum
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Fylkir 1 - 9 Stjarnan
1-0 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('19)
1-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('22)
1-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('26)
1-3 Harpa Þorsteinsdóttir ('28)
1-4 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('45)
1-5 Harpa Þorsteinsdóttir ('52)
1-6 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('57, sjálfsmark)
1-7 Harpa Þorsteinsdóttir ('66)
1-8 Guðmunda Brynja Óladóttir ('75)
1-9 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('79)

Stjarnan gerði sex breytingar á byrjunarliðinu eftir tap gegn Blikum í Pepsi-deildinni á miðvikudaginn og var leikurinn í jafnvægi fyrstu mínúturnar.

Thelma Lóa Hermannsdóttir kom Fylki yfir með laglegu skoti eftir tæpar 20 mínútur en við það vaknaði Stjarnan og tók að sækja í sig veðrið.

Thelma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði skömmu eftir opnunarmarkið og gerði Harpa Þorsteinsdóttir tvennu á næstu sex mínútum. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gerði fjórða markið rétt fyrir leikhlé og var staðan 4-1 þegar lið gengu til búningsklefa.

Stjarnan réði lögum og lofum, hélt áfram að raða inn mörkunum og endaði á að vinna 9-1. Harpa skoraði fjögur.

Stjarnan mætir annað hvort Val eða Breiðablik í úrslitaleiknum. Stjarnan tapaði fyrir ÍBV í úrslitaleiknum í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner