Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. júlí 2019 18:55
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi Max-deildin: KA og ÍA skildu jöfn fyrir norðan
Almarr Ormarsson skoraði snyrtilegt mark.
Almarr Ormarsson skoraði snyrtilegt mark.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
KA 1 - 1 ÍA
0-1 Viktor Jónsson ('11 )
1-1 Almarr Ormarsson ('58 )

KA og ÍA skildu jöfn þegar liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag. Fyrsta stig KA í deildinni síðan 15. júní.

Viktor Jónsson kom ÍA yfir á 11. mínútu leiksins þegar hann stangaði boltann í netið eftir frábæra aukaspyrnu frá Stefáni Teiti.

Það var mikill hiti í leiknum og Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, gaf sex gul spjöld í fyrri hálfleik.

Heimamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins þegar Hallgrímur Mar féll í teignum eftir tæklingu frá Óttari Bjarna. Erlendur dæmdi hinsvegar ekkert. 0-1 í hálfleik.

Viktor Jónsson var nálægt því að tvöfalda forystu ÍA í upphafi síðari hálfleiks þegar að hann skallaði boltann í átt að marki eftir hornspyrnu en á einhvern ótrúlegan hátt náði KA að bjarga á línu og Aron Dagur Birnuson handsamaði síðan boltann.

Almarr Ormarsson jafnaði leikinn á 58. mínútu leiksins eftir frábært einstaklingsframtak. Hann fór auðveldlega framhjá Stefáni Teiti sem að hrasaði í jörðina, keyrði inn á teiginn, setti boltann í fjærhornið og Árni Snær náði ekki að koma vörnum við.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir að KA hafði jafnað. Bjarki Steinn Bjarkason fékk frábært færi á 81. mínútu eftir laglegan undirbúning Gonzalo Zamorano. Boltinn barst til Bjarka inni í vítateig KA en varnarmaður heimamanna kastaði sér fyrir skotið.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaða. ÍA situr í þriðja sæti með jafn mörg stig og Blikar en með lakari markatölu. KA kemst upp úr fallsætinu en Víkingur R. á leik til góða gegn Val í kvöld.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner