Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 21. júlí 2022 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Sáu það allir nema hann
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alls ekki nógu gott í seinni hálfleik. Við fáum á okkur fjögur mörk eftir 2-1 í hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk á tveimur mínútum. Mark úr horni sem er búið að fara yfir sérstaklega að þeir myndu gera á æfingasvæðinu þannig að þetta var bara ekki gott. “ Voru viðbrögð Alfreðs Elíasar Jóhannsonar þjálfara Grindavíkur eftir ótrúlegt 5-4 tap hans manna gegn Aftureldingu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  5 Afturelding

Undir eðlilegum kringumstæðum myndi það duga flestum að skora fjögur mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Grindvíkingar voru þá sjálfum sér verstir með því sem ekki er hægt að kalla öðrum orðum en barnalegum varnarleik.

„Ég hef bara engin orð til þess að lýsa þessu. Ég þarf að skoða minn gang í þessu, Ég er að velja liðið, ég er með skiptingarnar en menn verða samt að líta í eigin barm. Við getum ekki gert svona, við erum í fyrstu deild á Íslandi og erum að spila á móti mjög góðu liði sem kann að halda bolta og erum að verjast vel og breika á þá en síðan kemur svona algjör skita.“

Umdeilt atvik varð undir lok leiks þegar Esteve Pena Albons markvörður Aftureldingar virtist brjóta af sér í teignum að mati Grindvíkinga. Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi þó ekki brot. Hvernig horfði það atvik við Alfreð?

„Helgi dæmdi þennan leik nokkuð vel fyrir utan þetta stóra stóra atriði sem hann klikkar á og það sáu það allir nema hann. Ég spurði hann sérstaklega út í þetta leikinn og hann vildi meina að hann hefði séð þetta öðruvísi sem ég bara fatta ekki.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner