Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
banner
   fim 21. júlí 2022 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Sáu það allir nema hann
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alls ekki nógu gott í seinni hálfleik. Við fáum á okkur fjögur mörk eftir 2-1 í hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk á tveimur mínútum. Mark úr horni sem er búið að fara yfir sérstaklega að þeir myndu gera á æfingasvæðinu þannig að þetta var bara ekki gott. “ Voru viðbrögð Alfreðs Elíasar Jóhannsonar þjálfara Grindavíkur eftir ótrúlegt 5-4 tap hans manna gegn Aftureldingu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  5 Afturelding

Undir eðlilegum kringumstæðum myndi það duga flestum að skora fjögur mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Grindvíkingar voru þá sjálfum sér verstir með því sem ekki er hægt að kalla öðrum orðum en barnalegum varnarleik.

„Ég hef bara engin orð til þess að lýsa þessu. Ég þarf að skoða minn gang í þessu, Ég er að velja liðið, ég er með skiptingarnar en menn verða samt að líta í eigin barm. Við getum ekki gert svona, við erum í fyrstu deild á Íslandi og erum að spila á móti mjög góðu liði sem kann að halda bolta og erum að verjast vel og breika á þá en síðan kemur svona algjör skita.“

Umdeilt atvik varð undir lok leiks þegar Esteve Pena Albons markvörður Aftureldingar virtist brjóta af sér í teignum að mati Grindvíkinga. Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi þó ekki brot. Hvernig horfði það atvik við Alfreð?

„Helgi dæmdi þennan leik nokkuð vel fyrir utan þetta stóra stóra atriði sem hann klikkar á og það sáu það allir nema hann. Ég spurði hann sérstaklega út í þetta leikinn og hann vildi meina að hann hefði séð þetta öðruvísi sem ég bara fatta ekki.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner