Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 21. júlí 2022 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Sáu það allir nema hann
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alls ekki nógu gott í seinni hálfleik. Við fáum á okkur fjögur mörk eftir 2-1 í hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk á tveimur mínútum. Mark úr horni sem er búið að fara yfir sérstaklega að þeir myndu gera á æfingasvæðinu þannig að þetta var bara ekki gott. “ Voru viðbrögð Alfreðs Elíasar Jóhannsonar þjálfara Grindavíkur eftir ótrúlegt 5-4 tap hans manna gegn Aftureldingu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  5 Afturelding

Undir eðlilegum kringumstæðum myndi það duga flestum að skora fjögur mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Grindvíkingar voru þá sjálfum sér verstir með því sem ekki er hægt að kalla öðrum orðum en barnalegum varnarleik.

„Ég hef bara engin orð til þess að lýsa þessu. Ég þarf að skoða minn gang í þessu, Ég er að velja liðið, ég er með skiptingarnar en menn verða samt að líta í eigin barm. Við getum ekki gert svona, við erum í fyrstu deild á Íslandi og erum að spila á móti mjög góðu liði sem kann að halda bolta og erum að verjast vel og breika á þá en síðan kemur svona algjör skita.“

Umdeilt atvik varð undir lok leiks þegar Esteve Pena Albons markvörður Aftureldingar virtist brjóta af sér í teignum að mati Grindvíkinga. Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi þó ekki brot. Hvernig horfði það atvik við Alfreð?

„Helgi dæmdi þennan leik nokkuð vel fyrir utan þetta stóra stóra atriði sem hann klikkar á og það sáu það allir nema hann. Ég spurði hann sérstaklega út í þetta leikinn og hann vildi meina að hann hefði séð þetta öðruvísi sem ég bara fatta ekki.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner