Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 21. júlí 2023 22:48
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Ef menn vilja fara í einhverjar breytingar þá bara gerist það
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson glímir við erfitt verkefni þessa daganna
Helgi Sigurðsson glímir við erfitt verkefni þessa daganna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held svona yfir heildina að þá hafi Skaginn verið sterkari. Það er samt hundfúlt að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum en mér sýndist seinna markið reyndar kolólöglegt. Það breytir þó ekki því að við hefðum getað spilað í 3-4 klukkutíma án þess að skora mörk.“ Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-1 tap Grindavíkur á heimavelli gegn ÍA fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 ÍA

Sóknarleikur er helsti hausverkur Grindavíkur þessa stundina og virðist liðinu á köflum vera algjörlega fyrirmunað að skora mörk. Liðið er þó að komast í ágætar stöður en virðist skorta sjálfstraust.

„Við erum ekki að skora nóg af mörkum og ef þú skorar ekki mörk þá vinnur þú ekki fótboltaleiki. Meðan svona gengur leik eftir leik þá fer það aðeins inná sálina á mönnum og alveg sama hvað maður reynir að vera jákvæður og vinna í þessu á æfingarsvæðinu að þá byggist upp óöryggi og sjálfstraust minnkar.“

Grindavíkurliðið stefndi hátt á tímabilinu og ætlaði sér að berjast um toppsæti deildarinnar. Nokkuð sem í dag virðist fjarlægur draumur. Hefur Helgi einhverjar áhyggjur af stöðu sinni sem þjálfari Grindavíkur?

„Nei í sjálfu sér er ég ekkert hræddur um mína stöðu. Hvorki leikmenn né ég eru stærri en klúbburinn. Félagið réð mig í þetta verkefni og afhverju réði það mig í þetta verkefni? Ég er búinn að vera með tvö lið sem mér hefur tekist að fara með upp og ég held að það séu fáir þjálfarar ef einhverjir sem hafa verið með tvö lið og farið með þau bæði upp. Ef menn vilja fara í einhverjar breytingar þá bara gerist það.“

Eins og stundum áður í sumar voru stórir póstar fjarverandi í liði Grindavíkur. Óskar Örn Hauksson var ekki með vegna meiðsla og þá tók Marko Vardic út leikbann. Mesta athygli vakti þó fjarvera Guðjóns Péturs Lýðssonar sem var ekki í leikmannahópi Grindavíkur. Guðjón var talsvert í fréttum vegna atvika eftir leik Gróttu og Grindavíkur á dögunum og á jafnvel yfir höfði sér leikbann vegna þeirra. Ekki hefur þó verið úrskurðað í því máli og var fréttaritara ekki kunnugt um að Guðjón ætti við meiðsli að stríða. Helgi var spurður út í fjarveru hans.

„Varðandi Guðjón þá var það bara ákvörðun að aðeins róa málið niður og sjá hvað kemur út úr þessu. Svo tökum við stöðuna eftir það.“

Sagði Helgi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir