Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   sun 21. júlí 2024 22:12
Anton Freyr Jónsson
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Aron Bjarna átti flottan leik í kvöld
Aron Bjarna átti flottan leik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög kærkominn sigur, við vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni þannig bara mjög gott að koma sér í gang almennilega." sagði Aron Bjarnason leikmaður Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR á Kópavogsvelli í kvöld 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Við tókum góðan leik á fimmtudaginn og spiluðum vel. Tókum það með okkur inn í þennan leik og nýttum færin okkar vel í fyrri hálfleik og bara öflugur sigur." 

Breiðablik komst í þriggja marka forystu en fengu mark á sig strax eftir þriðja markið og komust KR aftur inn í leikinn. 

„Það var smá svekkjandi en samt góð staða inn í hálfleik að vera með tvö mörk, síðan byrjuðum við bara seinni hálfleikinn mjög vel og hefðum geta skorað miklu fleiri mörk í seinni hálfleiknum en við tökum þennan sigur."

Aron Bjarnason var mjög öflugur í kvöld og lagði upp tvö mörk ásamt því að skapa fullt af frábærum færum fyrir Breiðablik í kvöld.

„Ég náði að búa til fullt af færum og leggja upp mörk þannig ég er bara sáttur með það."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir