Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. júlí 2024 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Fylkiskonur spyrntu sér af botninum með glæstum sigri
Kvenaboltinn
Fylkiskonur unnu sinn fyrsta sigur í tæpa þrjá mánuði
Fylkiskonur unnu sinn fyrsta sigur í tæpa þrjá mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 4 - 1 Tindastóll
0-1 Jordyn Rhodes ('10 )
1-1 Abigail Patricia Boyan ('38 )
2-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('50 )
3-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('70 )
4-1 Kolfinna Baldursdóttir ('88 )
Lestu um leikinn

Fylkir vann annan leik sinn í Bestu deild kvenna þetta sumarið er það lagði Tindastól að velli, 4-1, á Würth-vellinum í dag. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í byrjun maí.

Nýliðarnir hafa átt erfitt tímabil til þessa og höfðu aðeins sótt sex stig úr tólf leikjum.

Það kom því lítið á óvart þegar Jordyn Rhodes kom Stólunum í forystu á tíundu mínútu leiksins. Elísa Bríet Björnsdóttir kom með fyrirgjöfina inn í teiginn á Rhodes sem hafði allan tímann í heiminum til að leggja boltann fyrir sig og skora.

Þetta mark hafði góð áhrif á Fylkisliðið sem kom sér betur inn í leikinn og tókst fyrir rest að jafna. Abigail Boyan hljóp með boltann frá miðsvæðinu og að teig gestanna áður en hún kom sér í góða skotstöðu og setti boltann í netið.

Heimakonur tóku forystuna snemma í síðari hálfleiknum. Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði með góðu skoti eftir hornspyrnu.

Fylkir hélt áfram að pressa í leit að þriðja markinu og kom það þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Helga Guðrún kom boltanum inn á teiginn og þar kom Guðrún Karítas Sigurðarsdóttir af miklu harðfylgi og skoraði. Fylkir með tveggja marka forystu.

Tindastóll setti meiri sóknarþunga næstu mínútur en það reyndist ekki árangursríkt.

Á lokamínútum tókst Fylki að ganga endanlega frá leiknum er Kolfinna Baldursdóttir fékk boltann ein á móti Monicu Wilhelm í markinu og skoraði örugglega.

Glæsilegur sigur hjá Fylki sem spyrnir sér frá botninum og er nú í 9. sæti með 9 stig á meðan Tindastóll er í 8. sæti með 11 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner