Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 21. júlí 2024 18:22
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið Breiðablik og KR: Eyþór Wöhler byrjar
Eyþór Aron Wöhler byrjar gegn sínum gömlu félögum.
Eyþór Aron Wöhler byrjar gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna klukkan 19:15 flautar Jóhann Ingi Jónsson til leiks á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og KR mætast 15.umferð Bestu deildar karla. 

Breiðablik situr fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar og getur með sigri komið sér upp annað sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavík. KR er hinsvegar á hinum enda töflunnar í 9.sæti deildarinnar aðeins tveimur stiigum frá fallsæti þannig óhætt að segja að bæði lið þurfa sigur hér í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

Halldór Árnason þjálfari Breiðablik gerir eina breytingu frá sigrinum í forkeppni Sambansdeildarinnar þegar Breiðablik vann Tikves á Kópavogsvelli. Kristófer Ingi Kristinsson kemur inn í liðið fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson. 

Pálmi Rafn Pálmason þjálfari KR gerir þónokkrar breytingar á sínu liði og alveg ljóst að Pálmi Rafn vill sjá frammistöðu hjá sínu liði í kvöld. Alex Þór Hauksson og Atli Sigurjónsson eru ekki í leikmannahópi KR í kvöld vegna leikbanns. Eyþór Aron Wöhler sem lék með Breiðablik byrjar gegn sínum gömlu félögum


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
0. Theodór Elmar Bjarnason
3. Axel Óskar Andrésson
8. Stefán Árni Geirsson
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson (f)
17. Luke Rae
19. Eyþór Aron Wöhler
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Rúrik Gunnarsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir