Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Pochettino telur að meiðsli Lloris gætu tengst ölvunarakstrinum
Hugo Lloris var sviptur ökuleyfi í 20 mánuði eftir ölvunaraksturinn.
Hugo Lloris var sviptur ökuleyfi í 20 mánuði eftir ölvunaraksturinn.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, telur að meiðsli Hugo Lloris á læri megi mögulega rekja til streitu eftir að hann var gripinn ölvaður undir stýri.

Lloris meiddist í 3-0 sigri gegn Manchester United í lok ágúst, en þá voru þrír dagar frá því að hann var gripinn ölvaður undir stýri.

„Ég tel að það hafi verið streita hjá honum í leiknum gegn Manchester United. Streitan gæti kannski hafa skapað þessi meiðsli," sagði Pochettino.

„Meiðslin hjálpa honum að taka sér tíma til að hugsa málið og verða aðeins afslappaðri því að það var mikil streita hjá honum eftir það sem gerðist."

„ Við vitum ekki ennþá hvenær hann verður klár. Við vonumst til að það verði sem fyrst en ég held að stefnan sé ennþá sett á næstu viku ef allt gengur samkvæmt áætlun á æfingum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner