Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. september 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Totti reyndi að fá Ronaldo og Zlatan til Roma
Mynd: Getty Images
Francesco Totti er mikil goðsögn í knattspyrnuheiminum og þá sérstaklega í Róm, enda lék hann fyrir Roma allan ferilinn þrátt fyrir að vera eftirsóttur af talsvert ríkari stórliðum.

Totti, sem er í dag stjórnarmaður hjá Roma, greindi frá því í viðtali við La Repubblica að hann hafi reynt að fá menn á borð við brasilíska Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic til liðs við sig. Það hafi ekki gengið upp af fjárhagsástæðum.

Roma hefur ekki unnið marga titla undanfarna áratugi og vildi Totti breyta því með að fá stórstjörnu til liðs við sig.

„Ég hef alltaf sagt að þú þarft meistara til þess að vinna. Ég reyndi að fá Ronaldo, Ibrahimovic og fleiri af bestu knattspyrnumönnum heims til félagsins. Ekki bara sóknarmenn, heldur líka varnarmenn og miðjumenn," sagði Totti.

„Því miður höfðum við ekki peninga til að fá slíkar stórstjörnur til liðs við okkur, en ég í alvörunni reyndi að fá óhugsandi leikmenn til félagsins."

Totti lagði skóna á hilluna í fyrra, 40 ára gamall. Brasilíski Ronaldo, 42, hætti 2011 en Zlatan, 36, spilar fyrir LA Galaxy í MLS deildinni.
Athugasemdir
banner
banner