Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ansu Fati orðinn spænskur ríkisborgari
Ansu Fati hefur farið gríðarlega vel af stað með aðalliði Barcelona þrátt fyrir ungan aldur.
Ansu Fati hefur farið gríðarlega vel af stað með aðalliði Barcelona þrátt fyrir ungan aldur.
Mynd: Getty Images
Ansu Fati er orðinn spænskur ríkisborgari eftir að hafa búið í landinu í tíu ár, eða allt frá sex ára aldri.

Fati, sem er fæddur í Gíneu-Bissá, verður 17 ára í lok október og vill spænska knattspyrnusambandið fá hann til að spila á HM U17 sem fer fram í Brasilíu frá 26. október til 17. nóvember.

Fati hefur sprungið út á upphafi tímabils og er verið að vinna í nýjum samning fyrir hann með 100 milljón evra söluákvæði. Hann hefur fengið tækifæri í fjarveru Lionel Messi, Luis Suarez og Ousmane Dembele og er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu á 130 mínútum í spænsku efstu deildinni.

Fati gæti einnig spilað fyrir portúgalska landsliðið því amma hans og afi eru þaðan. Líklegast er þó að Fati velji að spila fyrir Spán.

Spænskir fjölmiðlar segja stjórnendur Barcelona ekki vera ánægða. Fati hafi ekki átt að fá ríkisborgararétt strax en knattspyrnusambandið flýtti fyrir ferlinu svo hann gæti spilað á HM.

Það gæti því farið sem svo að hann verði ekki til taks í nokkrum leikjum Barcelona í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner