mán 21. september 2020 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Björn gekk frá leiknum fyrir Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum fyrir Lilleström í norsku B-deildinni í kvöld. Lilleström mætti Kongsvinger á heimavelli.

Björn er nýkominn aftur til Lilleström eftir veru í Rússlandi og fer hann vel af stað í Noregi. Björn spilaði áður með Lilleström frá 2009 til 2012 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Björn byrjaði á bekknum í kvöld en hann kom inn á sem varamaður eftir rúman klukkutíma. Þá var staðan 0-0, en Lilleström tók forystuna á 84. mínútu.

Björn gerði svo út um leikinn á 89. mínútu með fyrsta marki sínu fyrir félagið síðan 2012.

Lilleström er í fjórða sæti B-deildarinnar með 29 stig eftir 16 leiki.

Adam Örn Arnarson lék ekki með Tromsö þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur á Sandnes á útivelli. Tromsö er á toppi deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir
banner