Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. október 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Alaba og níu Bæjarar í byrjunarliði Galatasaray
Mynd: Getty Images
Galatasaray heimsótti Lokomotiv til Moskvu í Evrópudeildinni í kvöld og úr varð hörkuslagur sem tyrknesku gestirnir unnu 0-1.

Byrjunarlið Galatasaray í leiknum vakti mikla athygli á veraldarvefnum vegna mistaka í kerfinu á RZD Arena.

Samkvæmt skjánum í Moskvu mætti Galatasaray til leiks með tíu leikmenn. Níu þeirra leika fyrir Bayern München og þá var David Alaba einnig í liðinu, með Fatih Terim sem þjálfara.

Skondin mistök sem er þó auðvelt að útskýra, þar sem Lokomotiv Moskva tók á móti FC Bayern í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 27. október 2020. Þá mætti Bayern til leiks með sama byrjunarlið nema að það vantaði Robert Lewandowski og Terim var ekki við stjórnvölinn frekar en í dag eða nokkurn tímann.


Athugasemdir
banner
banner