Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Geggjuð aukaspyrna frá Gumma Tóta
Gummi Tóta tryggði stig fyrir New York City með frábærri aukaspyrnu
Gummi Tóta tryggði stig fyrir New York City með frábærri aukaspyrnu
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson skoraði frábært aukaspyrnumark í 1-1 jafntefli New York City FC gegn Atlanta United í MLS-deildinni í nótt.

Argentínski miðjumaðurinn Marcelino Moreno kom Atlanta yfir á 17. mínútu leiksins.

Guðmundur byrjaði á bekknum hjá New York en kom inná sem varamaður á 61. mínútu.

Undir lok leiksins fékk New York aukaspyrnu á besta stað fyrir utan teig og var það Guðmundur sem var ákveðinn í að taka spyrnuna, sem og hann gerði og klíndi boltanum í samskeytin hægra megin.

1-1 jafntefli niðurstaðan og annað mark hans á tímabilinu en New York er í harðri baráttu um sæti í umspili. Liðið er í 9. sæti með 41 stig þegar fjórir leikir eru eftir og aðeins stigi frá umspilssæti.

Arnór Ingvi Traustason kom þá inná sem varamaður á 81. mínútu er New England Revolution vann DC United, 3-2. New England er öruggt með sæti í umspili en liðið er í 3. sæti austurdeildarinnar með 69 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner