Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Campos hefur áhuga á starfi hjá Tottenham
Mynd: Yahoo
Luis Campos er yfirmaður knattspyrnumála hjá Lille í Frakklandi og er hann mikils metinn innan knattspyrnuheimsins.

Campos er góður vinur Jose Mourinho sem tók við Tottenham í gær og segir Sky Sports hann vera áhugasaman um að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Tottenham.

Tottenham hefur ekki notast við yfirmann knattspyrnumála hingað til en það gæti breyst með komu Mourinho.

Campos er reiðubúinn til að yfirgefa Lille og starfa við hlið Mourinho en óljóst er hvort Daniel Levy, eigandi Tottenham, sé fyllilega sannfærður.

„Mourinho er eins og bróðir fyrir mér. Ef hann fær starf og hringir í mig þá mun ég vissulega hlusta á hann," sagði Campos í viðtali í október, þegar Mourinho var enn án félags.
Athugasemdir
banner
banner
banner