Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. nóvember 2020 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Tristan á skotskónum fyrir U15 lið Real Madrid
Mynd: Total Football
Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, skoraði í fyrsta deildarleik tímabilsins hjá U15 liði Real Madrid.

Umboðsmaður Magnús Agnar Magnússon segir frá þessu á Twitter og birtir myndband með.

„Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði þegar U15 lið Real Madrid vann Leganes 5-3 í fyrsta deildarleik tímabilsins. Með rosalega hæfileika," skrifar Magnús.

Daníel Tristan er 14 ára og er á mála hjá Real Madrid, alveg eins og bróðir hans, Andri Lucas. Þeir voru einnig báðir áður fyrr í akademíu Barcelona. Andri Lucas er fæddur árið 2002 en Daniel Tristan er fæddur árið 2006.

Bræðurnir hafa lengið búið á Spáni en faðir þeirra, Eiður Smári, spilaði þar með Barcelona frá 2006 til 2009.

Synir Eiðs eru allir frambærilegir fótboltamenn. Elsti sonur hans, Sveinn Aron, leikur með OB í Danmörku og U21 landsliðinu sem er á leið á EM á næsta ári. Hann var nýlega valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn en fékk ekki að spreyta sig í síðasta verkefni.

Hér að neðan má sjá markið sem Daníel Tristan skoraði.


Athugasemdir
banner
banner