Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 21. nóvember 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búist við því að Neves verði áfram í Sádi-Arabíu
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: EPA
Á þessum tímapunkti er ekki búist við því að miðjumaðurinn Ruben Neves muni yfirgefa Al-Hilal í Sádi-Arabíu í janúarglugganum. Það er The Athletic sem greinir frá þessum tíðindum.

Neves yfirgaf Wolves á Englandi síðasta sumar og gekk í raðir Al-Hilal fyrir 47 milljónir punda. Þar fær hann mjög svo vel borgað.

Þrátt fyrir að hafa verið í stuttan tíma í Sádi-Arabíu, þá hefur hann verið sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur verið orðaður við Arsenal og Newcastle.

Newcastle er með sömu eigendur og Al-Hilal, en enska úrvalsdeildin ætlar að kjósa um það hvort að slík leikmannaskipti séu lögleg í vetrarglugganum.

Sama hver útkoman verður í þeirri kosningu, þá er búist við því að Neves verði áfram í Sádi-Arabíu. Neves er lykilmaður hjá Al-Hilal og er sagður ánægður hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner