Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   þri 21. nóvember 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Eins og Dest hafi verið að reyna láta reka sig út af
Mynd: Getty Images
Mynd: PSV
Bandaríkin tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum Þjóðadeildar Concacaf og sæti á Copa America næsta sumar. Liðið tapaði gegn Trínídad og Tóbagó 2-1 en um seinni leik liðanna var að ræða og unnu Bandaríkin fyrri leikinn 3-0.

Sergino Dest, lánsmaður PSV frá Barcelona, stal fyrirsögnunum. Hann fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir að þruma boltanum upp í stúku og tuðaði sig í annað gult spjald í kjölfarið.

Dest var hátt uppi, ósáttur við tvær ákvarðanir dómaranna og hætti ekki að tuða þangað til hann var rekinn af velli. Hann reyndar hætti ekki þó að honum hafi verið vikið af velli, heldur hélt áfram að láta ósætti sitt í ljós.

Rauða spjaldið kom í kjölfarið á því að hann lagði upp mark Bandaríkjanna í leiknum.

Liðsfélagi Dest, Time Ream, var alls ekki kátur með sinn mann.

„Það er ekki mikið sem ég get sagt hér opinberlega sem voru sagðir í lokuðu rými. Það voru mikil orðaskipti í hálfleik. Það var engin útskýring. Það voru tvö atriði sem gætu verið ástæðan fyrir þessu, en ég held að hvorugt þeirra réttlæti þessi viðbrögð," sagði Ream.

„Þetta er algjör óvirðing fyrir leikmönnunum sem eru að spila, fyrir þeim sem eru á bekknum, fyrir leiknum sjálfum, fyrir dómurunum. Hann þarf að skilja að þetta er ekki í lagi," sagði Ream.

Dest baðst afsökunar í Instagram færslu eftir leikinn. Hann segist ætla að læra af þessu og þetta muni ekki gerast aftur.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner