Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. janúar 2020 08:27
Magnús Már Einarsson
Manchester United búið að bjóða í Bellingham
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur boðið 30 milljónir punda í Jude Bellingham, 16 ára miðjumann Birmingham. Sky Sports greinir frá þessu en í gærkvöldi kom fram að tilboð væri á leiðinni.

Barcelona, Bayern Munchen, Borussia Dortmund og Liverpool hafa einnig verið að fylgjast með hinum efnilega Bellingham.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað 26 leiki í öllum keppnum með Birmingham á tímabilinu. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í gærkvöldi, en hann hefur byrjað 18 deildarleiki í Championship á tímabilinu.

Birmingham er í fjárhagsvandræðum og þarf að selja leikmenn og því er ekki ólíklegt að Bellingham verði seldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner