Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2023 16:17
Brynjar Ingi Erluson
Kominn með fleiri mörk en Salah og Son skoruðu á síðasta tímabili
Erling Braut Haaland er að slátra deildinni
Erling Braut Haaland er að slátra deildinni
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland er þegar byrjaður að slá met í ensku úrvalsdeildinni og í dag náði hann merkilegum áfanga er hann gerði fjórðu þrennuna í 3-0 sigrinum á Wolves.

Haaland var kaldur í nokkrum leikjum hjá Man City en hann er mættur aftur og betri en áður.

Norðmaðurinn skoraði öll þrjú mörk Man City í leiknum og er nú kominn með 25 mörk í deildinni.

Mohamed Salah og Heung-Min Son skoruðu báðir 23 mörk á síðustu leiktíð og er Haaland kominn fram úr þeim þegar átján leikir eru eftir af deildinni!

Það er útlit fyrir það að hann stórbæti markamet deildarinnar á fyrsta tímabili sínu með Englandsmeisturunum en um leið varð hann fljótasti leikmaðurinn til að skora fjórar þrennur í deildinni.

Það tók Haaland 19 leiki að skora fjórar þrennur en Ruud van Nistelrooy átti metið Manchester United. Það tók hann 65 leiki að afreka það. Magnaður hann Haaland.


Athugasemdir
banner
banner
banner