Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hópinn sem Ísland teflir fram á Algarve æfingamótinu í Portúgal í mars.
Ísland mætir Belgíu, Danmörku og Kanada í riðlakeppni mótsins áður en leikið er um sæti.
Ísland mætir Belgíu, Danmörku og Kanada í riðlakeppni mótsins áður en leikið er um sæti.
Freyr segir að erfitt hafi verið að velja hópinn.
„Það er fyrst og fremst breidd. Við erum með góða breidd og höfum gefið mörgum leikmönnum tækifæri síðustu 18 mánuði og það er gott að margir af þeim leikmönnum hafa vakið áhuga og athygli. Það er ömurlegt að þurfa að skilja einhverja leikmenn eftir heima en það er partur af starfinu," segir Freyr.
Hann vonast til að komast í sjálfan úrslitaleikinn 9. mars.
„Ég vil setja smá pressu á okkur að vinna riðilinn og komast í úrslitaleikinn. Það er háleitt markmið enda í þvílíkt sterkum riðli. Ég á mér draum að mæta Brasilíu í úrslitaleik. Það væri gaman fyrir yngri leikmennina að mæta þeim."
Viðtalið sem Magnús Már Einarsson tók er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























