Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   lau 22. febrúar 2020 11:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Tottenham: Fimm manna varnir
Í hádeginu er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni þegar Jose Mourinho, stjóri Tottenham, fer á sinn gamla heimavöll, Stamford Bridge, og mætir Chelsea. Ekki er hægt að búast við því að Mourinho fái góðar móttökur eftir að hafa tekið við nágrönnum Chelsea í Tottenham fyrr á þessu tímabili.

Þetta er mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni. Chelsea er í fjórða sæti með einu stigi meira en Tottenham sem er í fimmta sætinu.

Chelsea tapaði 2-0 gegn Manchester United síðasta mánudagskvöld. Frá þeim leik gerir Frank Lampard fjórar breytingar. Hann fer í fimm manna vörn og inn í liðið koma Marcos Alonso, Ross Barkley, Mason Mount og Olivier Giroud. Út fara N'Golo Kante og öll sóknarlínan úr leiknum gegn United; Pedro, Willan og Batshuayi.

Willy Caballero heldur stöðu sinni á milli stanganna og er Kepa enn á bekknum.

Tottenham tapaði 1-0 gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í vikunni. Frá þeim leik gerir Mourinho þrjár breytingar. Tanganga, Vertonghen og Ndombele koma inn í byrjunarliðið fyrir Aurier, Gedson Fernandes og Dele Alli. Sá síðastnefndi var mjög reiður er hann var tekinn af velli gegn Leipzig í vikunni. „Ég held að hann hafi verið reiður yfir frammistöðu sinni en ekki út í mig," sagði Mourinho eftir leikinn gegn Leipzig.

Útlit er fyrir að Mourinho stilli upp í fimm manna vörn eins og fyrrum leikmaður hans, Lampard, gerir.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, James, Azpilicueta, Rudiger, Christensen, Alonso, Jorginho, Kovacic, Barkley, Mount, Giroud.
(Varamenn: Arrizabalaga, Abraham, Willian, Loftus-Cheek, Zouma, Emerson, Gilmour)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Tanganga, Alderweireld, Vertonghen, Sanchez, Davies, Ndombele, Winks, Lo Celso, Bergwijn, Moura.
(Varamenn: Gazzaniga, Lamela, Dier, Sessegnon, Alli, Aurier, Fernandes)

Sjá einnig:
Eitt besta afrek Mourinho ef Tottenham nær topp fjórum
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner