Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. mars 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk rúllaði upp skoðanakönnun Sky
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk var keyptur til Liverpool í janúar í fyrra og kostaði 75 milljónir punda. Hann varð þar með dýrasti varnarmaður knattspyrnusögunnar.

Innkoma Hollendingsins gjörbreytti varnarleik Liverpool og hefur hann varla stigið feilskref á rúmu ári. Hann er búinn að vera gífurlega mikilvægur á þessu tímabili og er ein af meginástæðum þess að Liverpool er í titilbaráttunni.

Nú er lítið eftir af tímabilinu og stytitst í val á besta leikmanni tímabilsins en Sky Sports tók sér smá forskot með skoðanakönnun sem rétt tæplega 50 þúsund manns tóku þátt í.

Samkvæmt könnuninni mun Van Dijk vera valinn bestur í úrvalsdeildinni en hann fékk 59% atkvæða kjósenda.

Sergio Agüero og Raheem Sterling, markavélar Manchester City, koma í öðru og þriðja sæti með 15% og 13% atkvæða. Paul Pogba, Heung-min Son, Sadio Mane og Eden Hazard fengu einnig atkvæði auk David Silva og Mohamed Salah.

Jamie Carragher og Graeme Souness, knattspyrnusérfræðingar Sky, eru sammála niðurstöðu skoðanakönnunarinnar og ekki bara þeir. Menn á borð við Rio Ferdinand, Chris Hughton og Kenny Dalglish eru einnig á vagninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner