mið 22. mars 2023 18:41
Elvar Geir Magnússon
Zenica
Jói Berg með fyrirliðabandið á morgun
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson verður með fyrirliðabandið á morgun.
Jóhann Berg Guðmundsson verður með fyrirliðabandið á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði á morgun þegar Ísland mætir Bosníu/Hersegóvínu í Zenica. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti þetta á fréttamannafundi í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson tekur út leikbann á morgun en var samt með á fréttamannafundinum.

„Jói verður fyrirliði á morgun," sagði Arnar en val hans kemur ekki á óvart.

Á fundinum var Arnar einnig spurður út í það högg að miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason hafi þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

„Það er alltaf högg að missa góða leikmenn úr hópnum. Í Albaniu vissum við strax að Aron yrði ekki með í fyrsta leik í þessari undankeppni. Sverrir hefur verið að spila mjög vel. Það eru alltaf einhver forföll, ekki bara hjá okkur heldur hjá þeim líka. Við bara tökum á þessu."

Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Á sunnudag er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner