Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. apríl 2019 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe mældur á ógnarhraða - Sneggri en meðalhraði Bolt í heimsmetshlaupi
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe var mældur á ógnarhraða þegar hann tók sprett í leik PSG gegn Monaco í gærkvöldi.

Hann mældist á 38 km/klst hraða þegar hann tók sprett í leiknum, sem er meira en meðalhraði Usain Bolt þegar hann setti heimsmet sitt í 100m hlaupi, 9,58 sekúndur.

Bolt náði þó mest 44,72 km/klst hraða. Meðalhraði hans var 37.58 km/klst.

Til að setja hraða Mbappe í samhengi þá náði Leroy Sane 35.48 km/klst hraða í spretti á síðustu leiktíð sem er það mesta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner