Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænska sambandið ritar opið bréf varðandi HM í Katar
Mynd: Getty Images
Sænska knattspyrnusambandið hefur sent opið bréf til FIFA varðandi stöðu farandverkamanna í Katar.

Aðbúnaður verkamanna í Katar hefur verið gagnrýndur harðlega í aðdraganda HM þar í landi á næsta ári. Samkvæmt frétt The Guardian hafa 6,500 farandverkamenn látið lífið í Katar frá því þau tíðindi bárust að mótið yrði haldið þar í landi. Það var tilkynnt fyrir tíu árum síðan.

Það hafa jafnframt verið fréttir um það að verkamenn séu að vinna lengi í miklum hita án þess að fá nægilega mikið magn af mati og vatni.

FIFA hefur ekki gefið til kynna að mótið verði fært annað og þá hafa samtökin sem standa að framkvæmdum fyrir mótið í Katar haldið því fram að 38 verkamenn hafi látið lífið frá því framkvæmdir hófust 2014. Samtökin halda því jafnframt fram að þrjú af þessum dauðsföllum hafi verið vinnutengd. Nánar má lesa um það á vefsíðu Goal hérna.

Fótboltalandslið Þýskalands og Noregs mótmæltu því í síðasta mánuði að Katar fengi að halda mótið og núna hefur Svíþjóð bæst í hópinn.

„Sænska knattspyrnusambandið ber virðingu fyrir mannréttindum allra, bæði í alþjóðlegum fótbolta og í samfélaginu í heild sinni. Við teljum að stærsta íþrótt í heimi eigi einnig að vera besta íþrótt í heimi," segir í bréfinu.

„Þegar veitti Katar HM 2022 fyrir 11 árum síðan þá var það vel vitað hversu illa væri komið fram við farandverkafólk í landinu. Það hefur haldið áfram alla tíð síðan á meðan innviðir fyrir HM hafa verið byggðir. Byggt á okkar gildum þá teljum við að það hafi verið röng ákvörðun að veita Katar mótið."

Sænska knattspyrnusambandið pressar á FIFA að grípa til aðgerða gegn misnotkun farandverkafólks í Katar. Allt bréfið má lesa hérna.

Forseti ASÍ gagnrýndi KSÍ á dögunum fyrir að gagnrýna ekki yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA. Hægt er að lesa svar KSÍ við þeirri gagnrýni hérna.
Athugasemdir
banner
banner