Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 12. sæti
12. sæti: Víkingur Ólafsvík
Lengjudeildin
Ólsurum er spáð neðsta sæti.
Ólsurum er spáð neðsta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnar Einarsson, þjálfari liðsins.
Gunnar Einarsson, þjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard.
Harley Willard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd sem var tekin á æfingaleik gegn Gróttu á dögunum.
Mynd sem var tekin á æfingaleik gegn Gróttu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Frá Ólafsvíkurvelli.
Frá Ólafsvíkurvelli.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Víkingur Ó, 43 stig

12. Víkingur Ó.
Síðasta sumar var frekar stormasamt í Ólafsvík og var það á köflum efni í Amazon heimildarþætti. Liðið endaði í níunda sæti undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Guðjón hélt ekki áfram og er Gunnar Einarsson tekinn við. Hann er búinn að púsla saman liðsheild sem hann hefur trú á fyrir sumarið.

Þjálfarinn: Gunnar Einarsson stýrir skútunni á Ólafsvík. Gunnar er 43 ára gamall og var spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R. fyrir tíu árum síðan. Undanfarin ár hefur hann þjálfað hjá Val, en síðasta sumar stýrði hann Kára í 2. deild. Kári hafnaði í sjöunda sæti 2. deildar undir hans stjórn. Viðtal við Gunnar birtist á síðunni eftir örskamma stund.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður byrjar með því að gefa sitt álit á Ólsurum.

„Styrkleikar liðsins liggja í ungu og spræku liði af leikmönnum sem hafa allt að sanna. Liðið býr yfir mörgum leikmönnum með X-factor og hraða í flestum stöðum vallarins, og þá sérstaklega fram á við. Hlaupageta liðsins mun gefa liðinu sjálfstraust til að fara ofar á völlinn í pressu og það mun hjálpa hópnum að vera nánast óskrifað blað í deildinni. Liðið er samansett af góðum útlendingum og mörgum ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í deildinni. Það þarf ró á hliðarlínunni og ef liðið byrjar að tapa leikjum að þá verður mikill styrkur að vera með Gunnar Einarsson í stjórastólnum því yfirvegaðari mann er vart hægt að finna. Gunnar er ekki sá reynslumesti í deildinni hvað varðar að vera út á velli undanfarin ár, en hann mun koma fólki á óvart. Gunnar býr yfir mikilli reynslu sem leikmaður á árum áður og hefur marga fjöruna sopið, það er því mikil styrkleiki fyrir Ólafsvík að fá karakter eins og hann til að koma inn í starfið og hjálpa félaginu að ná aftur stöðugleika á meðal bestu liða í Lengjudeildinni."

Það er gömul saga og ný að Víkingur Ólafsvík komi saman stuttu fyrir mót og muni taka tíma til að spila sig saman. Tímabilið í ár er þar engin undantekning og það má færa rök fyrir því að undirbúningur liðsins sé mun verri en undanfarin ár. Liðið spilaði á lánsmönnum í undirbúningsmótunum og fékk lítinn æfingatíma saman. Liðið skortir liðsheild sem mun styrkjast þegar hópurinn kemur loksins saman rétt fyrir mót. Einnig er veikleiki hvernig þjálfaramálin hafa þróast undanfarin tvö ár eftir að Ejub var með liðið. Nýr þjálfari fær ærið verkefni að setja saman algjörlega nýtt lið; staðreyndirnar tala sínu máli, meira en helmingur af byrjunarliðinu í fyrra eru horfnir á braut og hvaða lið sem er í heiminum lendir í vandræðum með svoleiðis endurnýjun."

Lykilmenn: Emmanuel Eli Keke, Harley Willard og Ingibergur Kort Sigurðsson.

Fylgist með: Bjartur Bjarmi Barkarson
„Bjartur Bjarmi er leikmaður sem getur komið mörgum á óvart, Bjartur hefur verið hluti af yngri landsliðum Íslands og býr yfir miklum hæfileikum. Bjartur er heimamaður og er tilbúinn að gera allt fyrir félagið. Hans helstu kostir eru hraði og áræðni, algjörlega óhræddur við að keyra á menn. Hann er mjög sterkur þrátt fyrir ungan aldur. Það er klárt mál að hann mun þurfa traust í sumar og ég er nokkuð viss um að ef hann fær traust frá þjálfarateyminu að þá muni hann blómstra."

Komnir:
Alex Bergmann Arnarsson frá Víkingi R. (Á láni)
Bessi Jóhannsson frá Gróttu (Á láni)
Bjarni Þór Hafstein frá Breiðablik
Guðfinnur Þór Leósson frá Kára
Hlynur Sævar Jónsson frá ÍA (Á láni)
Ingibergur Kort Sigurðsson frá Fjölni
Kareem Isiaka frá Charlton á Englandi
Marteinn Theodórsson frá ÍA (Á láni)
Mikael Hrafn Helgason frá ÍA (Á láni)

Farnir:
Billy Stedman
Daníel Snorri Guðlaugsson í Hauka
Emir Dokara í Selfoss
Gonzalo Zamorano í ÍBV
Kristófer Reyes í Fjölni
Indriði Áki Þorláksson í Fram
Michael Newberry til Linfield á Norður-Írlandi
Ólafur Bjarni Hákonarson í Stjörnuna (Var á láni)
Vignir Snær Stefánsson

Fyrstu þrír leikir:
6. maí gegn Fram á útivelli
14. maí gegn Aftureldingu á heimavelli
21. maí gegn Kórdrengjum á heimavelli
Athugasemdir
banner