Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. apríl 2022 14:23
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Arsenal og Man Utd
Leikurinn 11:30 á morgun laugardag
Mynd: Guardian
Eftir nokkra slaka leiki þá leit Arsenal mjög vel út í sigrinum gegn Chelsea á miðvikudaginn. Manchester United var hinsvegar arfaslakt á Anfield og fékk úrslitin sem liðið átti skilið.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig United mun svara í hádegisleiknum gegn Arsenal á morgun.

Alexandre Lacazette, sóknarmaður Arsenal, er kominn aftur eftir Covid smit en hann kom inn sem varamaður í blálokin gegn Chelsea. Hann er hinsvegar ekki í líklegu byrjunarliði Guardian.

Japaninn Takehiro Tomiyasu er mættur af meiðslalistanum og gæti verið í leikmannahópi Arsenal.

Hjá Manchester United er ljóst að Paul Pogba spilar ekki meira vegna kálfameiðsla sem hann hlaut gegn Liverpool.

Cristiano Ronaldo, Raphael Varane og Scott McTominay eru allir leikfærir og í líklegu byrjunarliði United.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner