,,Mér fannst leikurinn nokkuð góður, við byrjuðum illa og gerðum dýr klaufaleg mistök og þær komust yfir," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss efti 4-1 tap gegn Breiðablik í Kópavogi í kvöld.
,,Eftir það fannst mér við snúa blaðinu við, sóttum mikið og fengum mikið af færum. Í rauninni hefði verið sanngjarnara að við myndum vinna þennan leik en FH leikinn um daginn."
,,Við sýndum það í FH leiknum og sýndum í öðrum leikjum að við hættum ekkert fyrr en flautað er af. Það verður þanig áfram, við þurfum á öllu að halda og berjumst til síðasta manns."
Nánar er rætt við Gunnar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir























