Dönsku úrvalsdeildarfélögin FC Kaupmannahöfn og OB áttust við í æfingaleik í dag þar sem danska úrvalsdeildin á að hefjast í næstu viku eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og fékk landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson að spila síðari hálfleikinn.
Af einhverri ástæðu kom Henrik Hansen, aðstoðarþjálfari OB, inn á síðari hálfleiknum. Hansen er ekki spilandi aðstoðarþjálfari, en hann er orðinn fertugur. Hann fékk samt sem áður að koma inn á og spreyta sig í leiknum í dag.
Hann lét heldur betur til sín taka því hann skoraði mjög laglegt mark eftir að markvörður FCK átti slaka sendingu á Ragga Sig. Hansen vann boltann og vippaði honum glæsilega í markið.
Markið hjá hinum fertuga Hansen má sjá hér að neðan.
40 year old assistant manager of Odense Boldklub just subbed on against FC Copenhagen and did this from r/soccer
Athugasemdir