,,Ég er svekktur. Þetta hefði ekki þurft að fara svona en skaginn er með flott lið og þetta var hörkuleikur," sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir að liðið tapaði 1-2 fyrir ÍA á Akranesi í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 1 Leiknir R.
,,Þetta var 50/50 leikur, eins og við vissum að hann yrði. Mikil barátta og mikið um návígi en það var sorglega mikið af aukaspyrnum í leiknum og það eyðilagði leikinn að mörgu leiti," hélt hann áfram en var hann ósáttur við dómgæsluna hjá Valdimari Pálssyni?
,,Mér fannst hann dæma ágætlega í fyrri hálfleik en það var settur gríðarlegur þrýstingur á hann og vælt og skælt í honum allan fyrri hálfleikinn og þeir réðust á hann í hálfleik. Hann lét undan og gaf þeim helvíti ódýra vítaspyrnu eftir 10 mínútur í seinni hálfleik. Maður var mjög svekktur með það."
Nánar er rætt við Frey í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















