Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli hættur þjálfun er FH réð hann síðast - Mættur aftur 18 árum síðar
Kann að vinna titla.
Kann að vinna titla.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli tekur við af Loga. Ein gömul og góð af þeim.
Óli tekur við af Loga. Ein gömul og góð af þeim.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ólafur Jóhannesson er mættur aftur í þjálfaraúlupuna sem eru skemmtileg tíðindi. Á sama tíma eru þau svekkjandi þar sem Ólafur hefur verið einstaklega skemmtilegur sem sérfræðingur í sjónvarpi í kringum Pepsi Max-deildina, fyrir Stöð 2 Sport.

Ólaf þarf ekki að kynna fyrir FH-ingum en þetta er í fjórða sinn sem hann tekur við liðinu.

Síðasta dvöl hans í Hafnarfirðinum var eftirminnileg, en hann stýrði síðast Fimleikafélaginu fyrir 14 árum síðan.

Hann stýrði FH frá 2003 til 2007 og var hann fljótur að setja mark sitt á liðið. Árið 2003 hafnaði FH í öðru sæti efstu deildar undir hans stjórn. Fyrir það tímabil náði FH í Danina Allan Borgvardt og Tommy Nielsen sem eru tveir af bestu leikmönnum í sögu efstu deildar á Íslandi.

FH varð svo Íslandsmeistari árið eftir, árið 2005 - með gríðarlegum yfirburðum - og árið 2006. Árið 2007 varð Valur Íslandsmeistari, en Ólafur lyfti bikarmeistaratitlinum áður en hann tók svo við landsliðinu.

Hann bjó til gríðarlega skemmtilegt lið í Hafnarfirðinum og munu stuðningsmenn vonast eftir svipuðum árangri og síðast. Ólafur hefur lyft tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum frá því hann kvaddi FH. Allir titlarnir komu hjá Val.

Ólafur hefur gert magnaða hluti fyrir Fimleikafélagið í gegnum tíðina, en áður en hann tók við liðinu fyrir tímabilið 2003, þá var hann næstum því hættur í þjálfun.

„Ég var í nefnd með Viðari Halldórssyni og Þóri Jónssyni að finna þjálfara FH. Við settumst niður. Sigurður Jónsson hafði verið að þjálfa liðið árið áður. Við settum niður, einhver nöfn á blað og ég átti að fara að tala við þessa og þeir við þessa. Svo eftir einhverja tvo, þrjá daga þá hringir Þórir í mig og segir mér að koma og tala við sig. Þá segir hann við mig að ég verði að taka starfið sjálfur," sagði Óli í hlaðvarpsþættinum Návígi árið 2018.

„Ég sagði honum að ég væri hættur í fótbolta og ætlaði ekki að þjálfa meira. Hann sagði að ég yrði að taka þetta. Við ræddum þetta og ég endaði á því að segja að ég yrði að tala við konuna mína fyrst. Guðný gaf grænt ljós."

Hægt er að hlusta á það þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi ítarlega við Óla Jó með því að smella hérna.

Fyrsti leikur Óla í endurkomunni er bikarleikur gegn Njarðvík á miðvikudaginn en liðið mætir svo KA í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn. Það verður gaman að sjá hvort hann nái að rífa FH-liðið upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner