Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 21:10
Sölvi Haraldsson
John McGinn: Vona að ungi Tamas verði sorgmæddur á morgun
Mynd: Sky Sports

Annað kvöld mætir Skoska landsliðið Ungverjalandi í gífurlega mikilvægum leik sem annað liðið verður að vinna til að eiga séns að fara áfram upp úr riðlinum. John McGinn, leikmaður Aston Villa, er einn mikilvægasti leikmaður liðsins en hann á ættur að rekja í Ungverjalandi.


Ég vona að ungi Tamas verði sorgæmæddur á morgun.“ sagði John McGinn á blaðamannafundi í dag.

McGinn á tvo frændur í Ungverjalandi. Einn þeirra heldur með Ungverjalandi annað kvöld en hinn heldur með Skotlandi. Ungi Tamas svokallaður, annar frændi McGinn í Ungverjalandi, mun styðja Ungverjaland annað kvöld en ekki Skotland. 

„Ég vona að ungi Tamas verðu sorgmæddur á morgun eftir leikinn.“ sagði svo McGinn í léttum dúr.

Líkt og áður kom fram er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ljóst að jafntefli nægir ekki fyrir liðin til að komast upp úr riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner