Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
   lau 22. júní 2024 20:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan heimsótti HK í kórinn í dag þegar 11.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og að hafa náð að jafna örfáum mínútum fyrir leikslok voru það heimamenn í HK sem fundu sigurmarkið að lokum.


Lestu um leikinn: HK 4 -  3 Stjarnan

„Við erum bara mjög svekktir með okkur sjálfa í þessum leik. Við erum auðvitað töluvert sterkari aðilinn úti á vellinum en það er bara fleira sem telur í þessu." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag.

Stjarnan voru heldur sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og einhverjir sem vildi jafnvel meina að þeir hafi farið óverðskuldað undir í hálfleik.

„Við vorum búnir að fá fullt af færum og dauðafæri meðal annars en óverðskuldað? Þeir skora eftir tvö föst leikatriði og við getum ekki nógu vel í því þannig verðskulduðu þeir tvö mörk þannig ég veit ekki hvort það hafi verið óverðskuldað. Við verðum að gera betur þar." 

Stjarnan fékk á sig þrjú mörk eftir föst leikatriði í dag.

„Þrjú mörk í einum leik er bara þungt. Við þurfum aðeins að gíra okkur upp hvað það varðar." 

Aðspurður um hvað hans lið vantaði til að fá eitthvað úr þessum leik var Jökull fljótur að nefna föstu leikatriðin. 

„Föst leikatriði, ekkert annað. Við vitum það allir. Það er ekkert hægt að ræða um neitt annað. Það er eina sem að vantaði upp á í dag en það vantaði bara of mikið og þeir nýttu það vel og gerðu það vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
3.    Breiðablik 14 8 3 3 29 - 17 +12 27
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
7.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
8.    Stjarnan 14 5 2 7 25 - 29 -4 17
9.    KR 14 3 5 6 23 - 26 -3 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 14 3 2 9 21 - 36 -15 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner