Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. júlí 2019 13:53
Elvar Geir Magnússon
Valur reyndi að fá Nikolaj Hansen í vor
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen er kominn með þrjú mörk í tólf leikjum fyrir Víking í Pepsi Max-deildinni þetta tímabilið.

Áður en glugganum var lokað í vor þá reyndi Valur að fá Hansen frá Víkingum en þetta er fullyrt í Podcast þætti Víkinga. Hansen var hjá Hlíðarendafélaginu 2016 og 2017.

„Það var stress á Hlíðarenda eftir Gary Martin fíaskóið," segir Tómas Þór Þórðarson sem var gestur í þættinum.

Þar kemur fram að ef Víkingum hefði tekist að landa Helga Guðjónssyni, sóknarmanni Fram, þá hefði Hansen líklega farið til Valsara.

„Ef Fram hefði samþykkt hefði Niko farið í Val og Helgi til okkar. Valsarar reyndu mikið að fá Niko," segir í þættinum.

Tómas var spurður að því hvort Víkingar hefðu reynt í yfirstandandi glugga að fá Helga?

„Ég held að það hafi ekki verið reynt núna. Þeir reyndu mjög hart í maí, virkilega fast," segir Tómas.

Smelltu hér til að hlusta á Víkings Podcastið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner