Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   sun 22. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Búist við markaleik í Bergamó
Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Það eru sex leikir á dagskrá og verða þrír þeirra sýndir beint.

Sassuolo mætir SPAL í fyrsta leik dagsins en bæði lið eru með þrjú stig eftir þrjár umferðir. Liðin mætast fyrir hádegi á íslenskum tíma.

Nýliðar Lecce taka svo á móti Napoli á meðan Bologna fær Roma í heimsókn og Sampdoria mætir Torino.

Klukkan fjögur má búast við miklum markaleik þegar Atalanta og Fiorentina eigast við. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður á þessu ári og voru þrettán mörk skoruð í innbyrðisviðureignunum.

Lazio tekur svo á móti Parma í lokaleik dagsins. Það verður áhugaverður slagur og er hann einnig sýndur beint.

Leikir dagsins:
10:30 Sassuolo - SPAL
13:00 Lecce - Napoli (Stöð 2 Sport 4)
13:00 Bologna - Roma
13:00 Sampdoria - Torino
16:00 Atalanta - Fiorentina (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Lazio - Parma (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner
banner