Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. september 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Man Utd og West Ham mætast aftur
Lingard skoraði sigurmarkið gegn West Ham síðasta sunnudag.
Lingard skoraði sigurmarkið gegn West Ham síðasta sunnudag.
Mynd: EPA
Enski deildabikarinn heldur áfram að rúlla í dag. Þriðja umferðin hófst í gær og eru sex leikir á dagskrá.

Stóru félögin eru núna komin inn í keppnina og eru þrír leikir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöð 2.

Manchester United og West Ham eigast við. Þessi lið mættust í ensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag, og vann United þá eftir mikla dramatík. Leikurinn í kvöld er á Old Trafford.

Chelsea og Aston Villa eigast einnig við, Arsenal mætir Wimbledon og Tottenham heimsækir Úlfana, sem hafa farið afar illa af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall eiga leik við Leicester og spurning hvort Íslendingurinn fái þar tækifæri. Hann hefur verið í kuldanum til þess á tímabilinu.

miðvikudagur 22. september

ENGLAND: League Cup
18:30 Brighton - Swansea
18:45 Millwall - Leicester
18:45 Arsenal - Wimbledon
18:45 Wolves - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Man Utd - West Ham (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Chelsea - Aston Villa (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner