Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leno átti „martraðaraugnablik" sem kostaði mark - Mun Arteta sjá eftir sölunni á Martinez?
Bernd Leno
Bernd Leno
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Getty Images
Arsenal seldi argentínska markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa í sumar. Martinez varði mark Arsenal undir lok síðustu leiktíðar þegar Bernd Leno var meiddur.

Margir furðuðu sig á því þegar Martinez var seldur í sumar að sá markvörður sem keyptur var í staðinn var Rúnar Alex Rúnarsson sem þá var varamarkvörður Dijon í Frakklandi.

Arsenal vann Rapid Vín á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Arsenal var ekkert allt of sannfærandi í kvöld en tókst að vinna sigur eftir að hafa lent marki undir í upphafi seinni hálfleiks. Bernd Leno stóð á milli stanganna í leiknum líkt og í öllum leikjum tímabilsins til þessa. Leno gerði mistök sem urðu til þess að Rapid komst yfir og var seinna stálheppinn að heimamenn skoruðu ekki aftur eftir skógarhlaup.

Alex Milne fjallaði um leikinn fyrir Mirror og veltir hann markvarðarstöðunni fyrir sér. Hann furðar sig á því að Arsenal hafi selt Martinez.

„Margir stuðningsmenn skilja ekki ástæðuna fyrir því að Martinez var seldur til Aston Villa í sumar. Sömu stuðingsmenn eru enn meira hissa í kjölfar martraðaraugnabliks Leno sem varð til þess að Vín komst yfir," skrifar Milne á Mirror.

„Leno leit óöruggur út eftir mistökin og var með slæmar hreinsanir. Leno hefur átt fínt tímabil til þessa en þú þarft bara að horfa til Kepa [Arrizabalaga hjá Chelsea] og Jordan Pickford [hjá Everton] til að sjá hversu fljótt hlutirnir geta breyst hjá markmönnum vegna sjálfstrausts."

„Þó Arsenal hafi fengið nýjan varamarkvörð í Íslendingnum Rúnari Alex Rúnarssyni þá væri Martinez örugglega betri kostur sem númer tvö og Arteta mun svo innilega vona að félagið þurfi ekki að sjá eftir því að hafa leyft þeim argentínska að fara."

Athugasemdir
banner
banner
banner