Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Marcello Lippi: Ég er klárlega hættur í þjálfun
Marcello Lippi.
Marcello Lippi.
Mynd: Getty Images
Ítalska þjálfaragoðsögnin Marcello Lippi hefur lagt þjálfaramöppuna á hilluna.

„Ég er klárlega hættur að þjálfa," segir hinn 72 ára Lippi sem vann fimm Ítalíumeistaratitla, einn bikarmeistaratitil og einn Meistaradeildartitil sem þjálfari Juventus.

Hans stærsta afrek kom þá 2006 þegar hann gerði Ítalíu að heimsmeistara.

Hans síðasta þjálfarastarf var sem landsliðsþjálfari Kína en hann lét af störfum í nóvember 2019 og þar með lauk 30 ára þjálfaraferli hans.

„Kannski verð ég tengdur fótboltanum áfram en í öðru hlutverki. Bíðum og sjáum," segir Lippi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner