Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. janúar 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Völsungur skoraði fjögur gegn Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur og Magni luku keppni á Kjarnafæðismótinu með innbyrðisviðureign í dag.

Staðan var markalaus þar til á 59. mínútu þegar flóðgáttirnar galopnuðust og fimm mörk litu dagsins ljós á síðasta hálftímanum.

Húsvíkingar skoruðu fjögur markanna og Grenivíkingar aðeins eitt, lokatölur 4-1 fyrir Völsung. Bæði lið enda því með þrjú stig eftir þrjár umferðir, rétt eins og varalið Þórs. KA lýkur keppni á toppinum með fullt hús stiga.

Það vantaði marga leikmenn í ýmsa leiki sökum Covid, þá vantaði sérstaklega marga í viðureign Völsungs og Magna.

Völsungur 4 - 1 Magni
1-0 Adolf Mtasingwa Bitegeko ('59)
2-0 Tryggvi Grani Jóhannsson ('62)
2-1 Tómas Ernir Guðmundsson ('67)
3-1 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ('81)
4-1 Jakob Héðinn Róbertsson ('94)
Rautt spjald: Birkir Már Hauksson, Magni ('86)

Höttur/Huginn var einnig að spila sinn síðasta leik í riðlakeppni Kjarnafæðismótsins.

Liðið tók á móti Sindra og tapaði þökk sé tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Höttur/Huginn endar með sex stig eftir fimm leiki, einn sigur, þrjú jafntefli og eitt tap.

Varalið Hattar/Hugins steinlá þá gegn Fjarðabyggð/Leikni sem vann 7-2. Sindri er með níu stig og Fjarðabyggð/Leiknir með átta og eiga liðin eftir að mætast í innbyrðisviðureign.

Höttur/Huginn 0 - 2 Sindri
0-1 Hermann Þór Ragnarsson ('10)
0-2 Björgvin Freyr Larsson ('31)

Fjarðabyggð/Leiknir 7 - 2 Höttur/Huginn 2
Mörk Hattarins/Hugins:
Hafþór Berg Ríkarðsson
Ármann Davíðsson
Athugasemdir
banner
banner