Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 23. janúar 2023 14:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hef trú á því að ég geti orðið betri leikmaður undir þeirra stjórn"
Gyrðir er 23 ára gamall og skrifaði undir samning út tímabilið 2024.
Gyrðir er 23 ára gamall og skrifaði undir samning út tímabilið 2024.
Mynd: FH
Ég tel að við getum alveg gert góða og spennandi hluti í sumar. Hluti sem stuðningsmenn geta verið sáttir með
Ég tel að við getum alveg gert góða og spennandi hluti í sumar. Hluti sem stuðningsmenn geta verið sáttir með
Mynd: FH
„Tilfinningin er mjög góð, ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili, það er mikil uppbygging í gangi hjá FH. Margir ungir leikmenn og margir reynslumiklir leikmenn, góð blanda myndi ég segja," sagði Gyrðir Hrafn Guðbrandsson við Fótbolta.net.

Varnarmaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður FH fyrr í þessum mánuði. Hann kom frá Leikni þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur tímabil. Hann er uppalinn hjá KR en lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Leikni.

„Nei, þetta var ekkert sérstaklega erfið ákvörðun, það voru nokkur lið sem höfðu samband, en ég var alltaf mjög spenntur fyrir FH. Ég prófaði nokkrar æfingar, eftir það höfðu þeir mikinn áhuga og vildu semja við mig. Ég ákvað að skella mér á þetta skemmtilega verkefni."

Hvað er það annað en uppbyggingin sem heillar við FH?

„Aðstaðan er náttúrulega frábær, með frábæran styrktar- og hlaupaþjálfara sem hjálpar okkur gríðarlega mikið. Svo heilluðu Heimir og Venni mig mjög mikið. Ég var ánægður með það spjall sem ég átti við þá og ég hef mikla trú á þeim sem þjálfurum. Þeir hafa báðir náð langt sem þjálfarar, kunna þetta alveg. Ég hef trú á því að ég geti orðið betri leikmaður undir þeirra stjórn."

Gyrðir vonast til að verða betri leikmaður hjá FH og vonast einnig til að geta hjálpað liðinu sem mest. „Bæði innan sem utan vallar. Ég hef einnig þær væntingar að FH geti komist á þann stað sem félagið á heima. Félagið var frekar slappt í fyrra en það er alveg hungur í mönnum að gera betur. Ég finn það á hópnum, þjálfurunum og öllum í kringum þetta, það ætla allir að gera betur en í fyrra."

Gyrðir er þriðji leikmaðurinn sem FH færi til sín frá Leikni á síðustu árum. Fyrir voru þeir Máni Austmann Hilmarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic.

„Þetta er virkilega gaman, ég þekki Mána og Vuk mjög vel. Þeir eru báðir frábærir leikmenn og frábært hjá Leikni að skila af sér leikmönnum, Leiknir er að taka unga leikmenn og gera þá betri."

Hann segir FH-inga hafa æft rosalega vel að undanförnu. „Ég held að við getum stefnt hátt, ég tel að við getum alveg gert góða og spennandi hluti í sumar, hluti sem stuðningsmenn geta verið sáttir með," sagði Gyrðir að lokum.

FH-ingar hafa byrjað undirbúningstímabilið vel og eru á leið í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins þar sem þeir mæta Breiðabliki.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar einnig um tíma sinn hjá Leikni.
Athugasemdir
banner